National Novel Writing Month 2020

Það er þessi tími ársins! Dagarnir styttast og hann er farinn að kólna úti, sem þýðir bara eitt: Að rithöfundar og skúffuskáld víða um heim eru að setja sig í stellingar fyrir heilan mánuð af látlausum skrifum NaNoWriMo, National Novel Writing Month.

KICKOFF

Þar sem allt er öðruvísi í ár, ætlum við í staðinn að halda kickoff-samkomu á netinu á Discord-vefþjóninum okkar (https://discord.com/invite/cWUgPv4).

Það skiptir ekki máli hvort þú sért nú þegar með hugmynd í kollinum að verkefni, enn að velta fyrir þér valmöguleikunum, eða sért kannski með söguþráðinn allan útpældan og tilbúinn – við viljum sjá (eða heyra eða lesa) þig.

Kickoff: 25. október2020 15:00-17:00
Staðsetning: Discord-vefþjónninn (https://discord.com/invite/cWUgPv4)

Við hvetjum alla til þess að nota vefmyndavél og raddspjall - en það er líka allt í lagi að nota bara textaspjall! Við kynnum NaNoWriMo hugmyndina og förum yfir leiðir til að skrifa 50.000 orð á einum mánuði. Við hvetjum þátttakendur til að spyrja spurninga og taka þátt í umræðunni.

Athugið að búist er við að samskiptin verði aðallega á ensku á fyrsta fundinum, þótt ykkur sé auðvitað velkomið að skrifa á íslensku!

WRITE-INS

Á þessu ári ætlum við að halda alla “write-in” fundina á netinu á Discord-vefþjóninum okkar (https://discord.com/invite/cWUgPv4).

“Write-in” fundirnir verða alla miðvikudaga í nóvember kl. 17:00-19:00 og alla laugardaga í nóvember kl. 12:00-14:00.

Ef þig vantar hjálp við að ná orðafjöldanum eða langar bara að hitta aðra rithöfunda og spjalla skaltu endilega kíkja til okkar. Við bjóðum upp á ritinnblástur (“prompts”), ritskeflur (“writing sprints”) og fleira skemmtilegt til að koma sköpunargáfunni í gang.

UppfærtMánudagur, 19. október, 2020 15:31