Lesandinn | Helga Arnardóttir

Helga Arnardóttir félags- og heilsusálfræðingur er lesandi vikunnar hjá okkur, en hún er einmitt gestur í Heimspekikaffi hjá Gunnari Hersveini í kvöld. Helga valdi bókina Tvísöngur hins eina:

"Ég valdi bókina Tvísöngur hins eina eða Ashtavakra Gita sem er um 2.200-2.500 ára gamalt rit á sanskrít sem tengist hindúasið. Bókin inniheldur samtal milli Shtavakra og Janaka um eðli sálarinnar, raunveruleikann og um það sem heldur okkur föngnum í ákveðnu fari.
Ástæðan fyrir því að ég valdi þessa bók er að ég hef gaman af því að lesa allskonar texta sem fjalla um tilgang mannsins og andlegt líf og þá sérstaklega forna texta um þessi mál. Ég hef áður lesið Bhagavad Gita á ensku og heillaðist mjög af henni en hún hefur líka verið þýdd á íslensku og gefin út undir heitinu Hávamál Indíalands. Ég heillaðist mun meira af Bhagavad Gita og stefni á að lesa íslensku þýðinguna bráðlega."

Verið velkomin á Heimspekikaffi í kvöld!

UppfærtFöstudagur, 4. júní, 2021 13:17
Materials