Elínborg heldur á bókinni Undantekning eftir Auði Övu

Lesandinn | Elínborg Gísladóttir

Lesandi vikunnar er Elínborg Gísladóttir sem er tíður gestur í árbæ þar sem hún er meðlimur í leshringnum Konu- og karlabækur. 

"Bókin sem ég las, reyndar í annað sinn, heitir Undantekning eftir Auði Övu. Mér finnst hún bæði fyndin og sorgleg. Hún er frábærlega skrifuð. Ég hef lesið allar bækurnar hennar, en held sérstaklega upp á þessa.

Sagan hefst á á gamlárskvöld með því að sögumaður er að skála fyrir nýju ári með eiginmanninum Flóka þegar hann varpar sprengju. Hann ætlar að fara frá henni fyrir annan Flóka sem hann hefur verið í ástarsambandi við. Mér finnst athyglisvert hvernig konan tekst á við erfiðleikana sem fylgja. Nágrannakonan í kjallaranum, sem er skemmtileg týpa, reynist góður heimilisvinur. Hún kemur til hjálpar á ögurstundu."

UppfærtMánudagur, 29. apríl, 2024 14:54
Materials