Áslaug með bókina sína, The Blade Itself

Lesandinn | Áslaug Hrefna Thorlacius

„Ég mæli með The Blade Itself eftir Joe Abercrombie fyrir sumarlesturinn“ segir Áslaug Hrefna Thorlacius, enskunemi við Háskóla Íslands og sumarstarfsmaður á Borgarbókasafninu í Spönginni, en hún er lesandi vikunnar í þetta sinn.

„Þetta er fyrsta bókin í þriggja binda seríu sem heitir The First Law. Sagan er fantasía í anda Hringadróttinssögu og Söngs um ís og eld (e. Game of Thrones). Abercrombie skapar magnaðan en myrkan heim, þar sem illir andar fortíðarinnar ríkja enn. Það eru engin skýr mörk milli hetjudáða og illmensku, því söguhetjurnar eru svo margslungnar að það er erfitt að giska hvað gerist næst. Bækurnar í The First Law þríleiknum eru tilvalið lesefni fyrir aðdáendur Game of Thrones, sérstaklega þá sem ekki voru sáttir með lok síðustu þáttaraðarinnar …“

UppfærtFöstudagur, 4. júní, 2021 13:01
Materials