Hildur Knútsdóttir er lesandi vikunnar

Lesandinn | Hildur Knútsdóttir

Lesandi vikunnar að þessu sinni er Hildur Knútsdóttir rithöfundur. Á dögunum kom út eftir hana unglingabókin Nornin sem er önnur bókin í þríleik hennar um ungmenni í Reykjavík í fortíð, nútíð og framtið. Fyrsta bókin í flokknum, Ljónið, kom út í fyrra og var ákaflega vel tekið af lesendum jafnt sem gagnrýnendum. Hildur er tíður gestur á safninu þótt hún standi í stórræðum þessa dagana eins og flestir rithöfundar landsins og við gripum hana í einni slíkri bókasafnsferð og fengum hana til að mæla með bók:

„Þessa dagana er ég að njóta þess að lesa allar hinar bækurnar í jólabókaflóðinu á milli þess sem ég hleyp og les upp úr minni eigin jólabók. Og mig langar til þess að mæla með bókinni Svínshöfuð eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur. Hún er mjög góð, bæði falleg og brútal og svo manneskjuleg eitthvað. Og svo er hún svo vel skrifuð að það er eiginlega hálffáránlegt að þetta sé hennar fyrsta skáldsaga!“

UppfærtMánudagur, 29. apríl, 2024 14:57
Materials