Bowie's Books (brot)

Brot úr bókalista Bowies

Við hnutum nýlega um bókina Bowie's Books eftir John O'Connell, sem kom út í fyrra og fjallar um áhugaverðan bókalista.

Breski tónlistarmaðurinn David Bowie lést liðlega 69 ára gamall fyrir fjórum árum síðan. Hann var ekki einungis söngfugl heldur og lestrarhestur og bókaormur, og hann gaf frá sér lista um tveimur árum fyrir dauða sinn, lista yfir bækur sem höfðu mikil áhrif á hann og hann vildi deila með heimsbyggðinni. Eða, eins og við orðum það hér á þessum slóðum, sem hann vildi mæla með. Við tínum til nokkra titla úr þessum góða lista hér fyrir neðan.

Merki
UppfærtFimmtudagur, 14. janúar, 2021 13:52
Materials