Bókmenntavefurinn | Fjölskyldan á Barrey

Bókmenntavefurinn hefur verið starfræktur allt frá árinu 2000. Þar má því finna hafsjó af bókmenntalegum fróðleik sem hefur safnast saman á yfir tveimur áratugum. Bókmenntarýni, yfirlitsgreinar um höfunda og verk þeirra, verðlaun og viðurkenningar, pistlar frá höfundum um skáldskap og eigin skrif, umfjallanir um nýútkomnar bækur, bæði eftir íslenska samtímahöfunda sem og nýjar íslenskar þýðingar. Vandað er til verks og hefur ritstjórinn undanfarin ár verið Úlfhildur Dagsdóttir. Vefurinn fór nú á árinu  í ondúleringu og fékk að auki nýja og fína kápu en eldra efnið er allt hið sama og enn bætist við nýtt og spennandi efni. Bókmenntavefurinn er í dag samstarf Bókmenntaborgarinnar Reykjavík UNESCO og Borgarbókasafnsins.

Nýjasta umfjöllun á vefnum, Þegar allt ætlar að gliðna stendur eyjan þó traust, er um bækur norska höfundarins Roy Jacobsen sem gerast á eyjunni Barrey og rekur hann sögu fjölskyldu á eyjunni frá fyrsta áratugi 20. aldar og fram yfir miðja öldina. 

Þrátt fyrir allar sviptingar erum við fyrst og fremst að lesa um tengsl, tengsl fólks við hvert annað, við hin ýmsu samfélög sem það tilheyrir um ævina, við söguna og við umhverfi sitt. 

- Eva Dagbjört Óladóttir, Bókmenntavefurinn

Skáldsögur Roy Jacobsen sem um ræðir eru: Bara móðir, Augu Rigels, Hvítt haf, Hin ósýnilegu. Það er Jón St. Kristjánsson sem þýðir. Bækurnar má að sjálfsögðu finna á Borgarbókasafninu.

Sjá umfjöllun á Bókmenntavefnum.

UppfærtFimmtudagur, 22. september, 2022 16:12
Materials