Rafknúnir ávextir

Verkstæðið í Grófinni

Verkstæðið í Grófinni er tilvalið fyrir þau sem hafa áhuga á tónlist og margmiðlun.

Verkstæðið er fullbúið iMac tölvum og midi hljómborðum, með tónlistarforritum eins og Ableton Live, GarageBand, Logic Pro X og Reaper. Einnig er hægt að semja eigin tónlist og taka upp. Fyrir þau sem hafa áhuga á margmiðlun er aðgangur að Adobe Creative Suite og Final Cut Pro fyrir margskonar myndvinnslu og hönnun.

Við mælum með því að mæta á Fiktdaga ef þú ert að taka þín fyrstu skref eða ef þig vantar aðstoð við að læra á þau tól og tæki sem Verkstæðið hefur upp á að bjóða.

Nánari upplýsingar veitir:
Karl James Pestka
Verkefnastjóri Verkstæðanna
Netfang: karl.james.pestka@reykjavik.is

Mánudagur 11. maí 2020
Flokkur