Sumarlokanir
Bókasöfnin skiptast á að vera lokuð í sumar. Hvenær er þitt safn opið?
Söfnin eru lokuð á eftirfarandi tímum:
15. júní - 7. júlí Lokað í Sólheimum
1. júlí - 14. ágúst Lokað í Klébergi
6. júlí - 28. júlí Lokað í Gerðubergi, Grófinni og Spönginni
27. júlí - 18. ágúst Lokað í Árbæ, Kringlu og Úlfarsárdal
Söfnin eru með sumaropnunartíma 1. júní - 31. ágúst. Sjá hér.
✱ Athugið að þjónusta í tengslum við pantað efni verður takmörkuð á tímabilinu.
✱ Skilafrestur safnefnis lengist sjálfkrafa fram yfir lokun hvers safns.
✱ Ekki verður sektað fyrir bækur eða annað efni á meðan bókasafnið sem safnefnið tilheyrir er lokað.
Get ég tekið frá eða pantað bækur á meðan söfnin eru lokuð?
Einungis er hægt að sækja safnefni á þau söfn sem eru opin. Áfram verður hægt að panta safnefni sem er staðsett í einu safni og sækja það í annað safn, svo lengi sem bæði söfnin eru opin.
Bókin sem ég pantaði er bara til á lokuðu safni, hvernig nálgast ég hana?
Notendur gætu þurft að hinkra lengur en venjulega eftir safnefni á meðan söfnin eru lokuð til skiptis. Þú færð tölvupóst þegar safnefnið er tilbúið til afhendingar.
Er hægt að skila safnefni í öðru safni en þar sem ég fékk það að láni?
Hægt er að skila safnefni í þau söfn Borgarbókasafnsins sem eru opin, sem og á bókasöfnin í Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi. Athugið að ekki er hægt að skila efni á lokuð bókasöfn.
Bókin mín er komin á tíma. Fæ ég sekt ef ég er með efni að láni frá lokuðu safni?
Allt safnefni er með skiladag sem nær fram yfir lokunartíma þess safns sem bókin eða safnefnið tilheyrir. Þú færð ekki sekt á efni sem tilheyrir safni sem er lokað. Þú finnur upplýsingar um skiladaga undir Mínar síður.
Af hverju þarf að loka?
Sumarlokun Borgarbókasafnsins er liður í að mæta hagræðingarkröfu borgarinnar fyrir árið 2024.
Hvar get ég séð opnunartíma safnanna?
Hér er hægt að skoða opnunartíma hvers safns fyrir sig og er tilvalið að fara inn á síður safnanna og kynna sér aðstöðuna, aðgengið, viðburðahaldið og margt fleira skemmtilegt.
Til að fá nánari upplýsingar er hægt að senda tölvupóst á borgarbokasafn@borgarbokasafn.is eða skilaboð á Facebook Messenger.