Ný viðmið vegna Covid-19 | Safnið er opið

Öll söfn Borgarbókasafnsins eru opin samkvæmt hefðbundnum opnunartíma en viðburðahald hefur verið endurskoðað og höfum við þurft að aflýsa einhverjum viðburðum vegna breyttra aðstæðna. 

Bækur og önnur safngögn eru ávallt hreinsuð vel og vandlega þegar þeim er skilað og höldum við því að sjálfsögðu áfram. Snertifletir eru einnig hreinsaðir reglulega með sótthreinsiefni, svo sem almenningstölvur, borð, handrið, posar, snertiskjáir og hurðarhúnar, auk þess sem leikföng og annað sem börn handfjatla eru hreinsuð sérstaklega.

Við minnum á að hér á heimasíðunni, á Mínar síður, er hægt að taka frá titla, framlengja lán, borga sektir og kaupa eða endurnýja bókasafnskort svo eitthvað sé nefnt. Við mælum með því að notendur nýti sér þessa þjónustu sem mest. 

Snertilausar bækur hafa sína kosti!

Einnig viljum við benda á að Rafbókasafnið (www.rafbokasafnid.is), sem er aðgengilegt öllum sem eru með bókasafnskort, er alltaf opið. Rafbækur má lesa eða hlusta á beint úr tölvu eða í gegnum Libby appið á snjalltækjum. Nánari leiðbeiningar hér: www.borgarbokasafn.is/rafbokasafnid

Við erum öll almannavarnir!