Dublin Literary Award 2022 | Bókmenntaverðlaun almenningsbókasafna
Dublin Literary Award – eru árleg bókmenntaverðlaun almenningsbókasafna víða um heim. Veitt eru verðlaun fyrir skáldsögu sem er skrifuð á eða þýdd yfir á ensku. Valin bókasöfn í borgum víðsvegar tilnefna bækur á lengri lista sem keppast um verðlaunin ár hvert. Í ár tilnefndi Borgarbókasafnið skáldsöguna Ungfrú Ísland eftir Auði Övu Ólafsdóttur.
Bækur sem eru tilnefndar til verðlaunanna árið 2022 verða að hafa verið útgefnar á tímabilinu 1. júlí 2020 til 30. júní 2021 á ensku, eða þá að bækurnar hafa fyrst verið útgefnar á öðru tungumáli en ensku á tímabilinu 1. júlí 2011 til 30. júní 2021 og síðan þýddar og útgefnar frá júlí 2020 til júní 2021.
Þann 31. janúar í ár var tilkynntur listi af tilnefningum til verðlaunanna og þann 22. mars var bókunum fækkað niður í bókalista af sex tilnefndum skáldsögum. Dómnefnd velur verðlaunahafa sem verður tilkynntur þann 19. maí 2022.
Ein af eftirfarandi sex bókum mun hreppa Dublin Literary Award árið 2022: