Dublin Literary Award 2022 | Bókmenntaverðlaun almenningsbókasafna

Dublin Literary Award – eru árleg bókmenntaverðlaun almenningsbókasafna víða um heim. Veitt eru verðlaun fyrir skáldsögu sem er skrifuð á eða þýdd yfir á ensku. Valin bókasöfn í borgum víðsvegar tilnefna bækur á lengri lista sem keppast um verðlaunin ár hvert. Í ár tilnefndi Borgarbókasafnið skáldsöguna Ungfrú Ísland eftir Auði Övu Ólafsdóttur.

Bækur sem eru tilnefndar til verðlaunanna árið 2022 verða að hafa verið útgefnar á tímabilinu 1. júlí 2020 til 30. júní 2021 á ensku, eða þá að bækurnar hafa fyrst verið útgefnar á öðru tungumáli en ensku á tímabilinu 1. júlí 2011 til 30. júní 2021 og síðan þýddar og útgefnar frá júlí 2020 til júní 2021.

Þann 31. janúar í ár var tilkynntur listi af tilnefningum til verðlaunanna og þann 22. mars var bókunum fækkað niður í bókalista af sex tilnefndum skáldsögum. Dómnefnd velur verðlaunahafa sem verður tilkynntur þann 19. maí 2022.

Ein af eftirfarandi sex bókum mun hreppa Dublin Literary Award árið 2022:

At Night All Blood is Black eftir David Diop, þýdd úr frönsku af Anna Moschovakis

Sjá umsögn dómnefndar. 
 

Noopiming: The Cure for White Ladies eftir Leanne Betasamosake Simpson

Sjá umsögn dómnefndar.


Remote Sympathy eftir Catherine Chidgey

Sjá umsögn dómnefndar. 


The Art of Falling eftir Danielle McLaughlin


Sjá umsögn dómnefndar. 


The Art of Losing eftir Alice Zeniter, þýdd úr frönsku af Frank Wynne


Sjá umsögn dómnefndar. The Death of Vivek Oji eftir Akwaeke Emezi


Sjá umsögn dómnefndar.

Flokkur
UppfærtFöstudagur, 8. apríl, 2022 12:21
Materials