Viðurkenning Hagþenkis

Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslugagna hefur frá árinu 1986 veitt viðurkenningu fyrir fræðirit, námsgögn eða aðra miðlun fræðilegs efnis til almennings. Viðurkenningu Hagþenkis 2024 hlaut Erla Hulda Halldórsdóttir fyrir ritið: Strá fyrir straumi. Ævi Sigríðar Pálsdóttur 1809–1871

Í umsögn dómnefndar segir meðal annars: „Strá fyrir straumi er viðamikið verk um heila ævi konu, að stórum hluta með orðum hennar sjálfrar, í krafti þeirra fjölmörgu bréfa sem hún skrifar til Páls bróður síns á yfir 50 ára tímabili. Slíkar heimildir um líf kvenna er ekki víða að finna þegar um 19. öldina er að ræða enda var staður kvenna fjarri hringiðu heimsins, völdum og áhrifum. [...] Með vandaðri úrvinnslu á fyrirliggjandi heimildum og yfirgripsmikilli þekkingu á aðstæðum á Íslandi þess tíma hefur höfundur skapað heildstætt og áhugavert ritverk sem varpar nýju ljósi á 19. öldina og veitir einstaka innsýn í kjör kvenna.“

Viðurkenningin var veitt við hátíðlega athöfn 25. febrúar í Þjóðarbókhlöðunni og felst í sérstöku viðurkenningarskjali og 1.500.000 kr.

Tilnefndar bækur má flestar fá á Borgarbókasafninu, sjá bókalista neðar á þessari síðu.

 

Tilnefndar bækur voru tíu talsins. 
Auk Strá fyrir straumi voru tilnefndar:

  • Tónar útlaganna. Þrír landflótta tónlistarmenn sem mótuðu íslenskt menningarlíf.
    Árni Heimir Ingólfsson

    Undirstaðan – Efnafræði fyrir framhaldsskóla.
    Ásdís Ingólfsdóttir

    Börn í Reykjavík. 
    Guðjón Friðriksson

  • Ástand Íslands um 1700. Lífshættir í bændasamfélagi. 
    Guðmundur Jónsson (ritstjóri)

  • Fingraför spekinnar. Kaflar úr sögu íslenskrar heimspeki á miðöldum. 
    Gunnar Harðarson

  • Jötnar hundvísir. Norrænar goðsagnir i nýju ljósi.
    Ingunn Ásdísardóttir

  • Einar, Anna og safnið sem var bannað börnum.
    Margrét Tryggvadóttir og Linda Ólafsdóttir

  • Nú blakta rauðir fánar. Saga kommúnista- og sósíalistahreyfingarinnar á Íslandi 1918–1968.
    Skafti Ingimarsson

  • Svipur brotanna. Líf og list Bjarna Thorarensen.
    Þórir Óskarsson

Flokkur
UppfærtMánudagur, 3. mars, 2025 11:31
Materials