Gyrðir Elíasson hlýtur Maístjörnuna 2024

Gyrðir Elías­son hlýt­ur Maí­stjörn­una fyr­ir ljóðabókatvenn­una Dulstirni / Meðan glerið sef­ur. Rithöfundasamband Íslands og Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafns, afhentu í áttunda sinn við hátíðlega athöfn í Þjóðarbókhlöðunni þann 15. maí.

Við óskum Gyrði innilega til hamingju með verðlaunin!


Á Bókmenntavefnum, sem er starfræktur af Borgarbókasafninu, má finna yfirgripsmiklar umfjallanir um Gyrði og höfundaverk hans, ásamt ýmsu öðru ýtarefni sem aðdáendur þessa einstaka höfunds ættu ekki að láta framhjá sér fara. Smellið hér til að opna höfundasíðu Gyrðis á Bókmenntavefnum. 


Brot úr umsögn dómnefndar

Nánar á vef Rithöfundasambands Íslands

Ljóðin í ljóðatvennu Gyrðis Elíassonar eru hljóðlát, hlédræg, ásækin og jafn áhrifamikil og skáldið sem yrkir þau. En áhrif höfundarverks Gyrðis á íslenskar bókmenntir eru óumdeild og um leið svo samofin hugsun okkar að við tökum ekki alltaf eftir þeim. Yrkisefnin koma víða að: draumar og veruleiki tvinnast saman á látlausan hátt og eins náttúran og hið manngerða, gleði og sorg, húmor og depurð, sveit og borg, himinn og mold. 

Flokkur
Merki
UppfærtFöstudagur, 17. maí, 2024 13:28