Djúpstæð greining á tungumálinu
Á Alþjóða heimspekideginum (UNESCO) er vert að minnast á mikilvægt heimspekirit sem kom út á þessu ári hjá Háskólaútgáfunni. Það er íslensk þýðing á Rannsóknir í heimspeki (Philosophische Untersuchungen / Philosophical Investigations) eftir austuríska heimspekinginn Ludwig Wittgenstein (1889-1951). Verkið kom fyrst út eftir lát Wittgensteins og þá einnig í enskri þýðingu og hefur verið talið með mikilvægustu ritum um heimspeki frá 20. öld og inniheldur rökfræðilega ritgerð. Djúpstæð greining á tungumálinu og tengslum þess við mannshugann og umheiminn er leiðarstef í verkinu.
Þýðandinn er Jóhann Hauksson sem hefur unnið að þýðingu ritsins um þriggja áratuga skeið.
Ludwig Wittgenstein var áhrifamikill heimspekingur, Austurríkismaður sem fæddist í Vín árið 1889 en gerðist síðar breskur ríkisborgari. Hann var ástríðufullur hugsuður, gæddur miklum persónutöfrum. Kom til Englands fyrir heimsstyrjöldina fyrri til að leggja stund á verkfræði og var gagntekinn af rökfræðilegum og heimspekilegum vandamálum um eðli stærðfræðinnar. Þetta er hans eina bók sem hann skrifaði, Tractatus Logico-Philosophicus sem kom út árið 1922 í óáreiðanlegri enskri þýðingu, en var síðan gefin út eftir hans tíma. Ein af hans meginspurningum var: Hvað geta heimspekingar og rökfræðingar gert og hvernig ættu þeir að gera það?
Ritið er að sjálfsögðu til á safninu og er hægt að nálgast hér.