Sumarlestur 2020 veggspjald
Sumarlestur 2020 veggspjald

Sumarlestur

Ár hvert hvetur Borgarbókasafnið börn úti um alla borg til að lesa! Menningarhúsin okkar lifna við og bjóða upp á leik þar sem börn geta unnið verðlaun fyrir lesturinn.

_______________________________________________________________________

Sumarlestur Borgarbókasafnsins 2020 
Inn á nýja bókabraut


Veldu þér ferðamáta í bókasafninu taktu þátt í ferðalaginu. Í hverri viku fær einn heppinn ferðalangur verðlaun, viðtal við sig í Fréttablaðinu og titilinn lestrarhestur vikunnar!
Uppskeruhátíð verður laugardaginn 29. ágúst í Borgarbókasafninu Grófinni.

Í sumar förum við í óvissuferð um söguheima á hinum ýmsu ferðamátum. Börnin velja sér ólíka ferðamáta í bókasafninu og taka þátt í ferðalanginu. Miðar sumarlestursins, ferðamátarnir, verða í ár teiknaðir af teiknaranum Elínu Elísabetu sem hefur meðal annars gert myndirnar í bókunum Álfarannsóknin, Jólasveinarannsóknin og Dularfulla símahvarfið. Aftan á miðana skrifa börnin svo nafn, símanúmer og aldur og svo setja þau miðann sinn í sumarlesturskassann sem finna má í öllum menningarhúsum Borgarbókasafnsins. Þá mun starfsfólk safnsins nota miðana til að búa til ævintýraheim á veggi og glugga safnanna sem stækkar og stækkar eftir því sem börnin eru duglegri að lesa.

Í hverri viku verður dregið út ein heppinn lestrarhestur fær lesandinn bók að gjöf frá Bókabeitunni, viðtal við sig í Fréttablaðinu og titilinn lestrarhestur vikunnar! Í lok sumars stefnum við að því að vera með uppskeruhátíð með glensi og gamani. Þá drögum við út enn fleiri þátttakendur sem fá vinning frá Bókabeitunni auk þess sem við drögum út aðalvinninginn sem verður í boði Bókmenntaborgarinnar. Nánari upplýsingar um uppskeruhátíðina koma síðar.

Menntamálaráðuneytið mun einnig fara með okkur í ferðalag og verður með Lestrarlandakort sem mun liggja frammi á öllum söfnunum okkar. Á kortinu er að finna leslista fyrir grunnskólabörn sem unnir voru í samstarfi við Borgarbókasafn og Félag fagfólks á skólabókasöfnum.

Lesum saman í sumar!

 

Nánari upplýsingar veitir:
Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir, verkefnastjóri barna- og unglingastarfs
ingibjorg.osp.ottarsdottir@reykjavik.is

Materials