NORD forsíða
NORD forsíða

NORD verkefnið

NORD verkefnið er upprunnið í Danmörku og er sköpunarverk danska höfundarins Camillu Hübbe. Það byggir á sögu hennar um unglingsstúlkuna Norður Stardust Jensen, sem kemst í hann krappan þegar móðir hennar hverfur og hún sogast inn í undarlega atburðarás. Á vegi hennar verða karakterar úr norrænni goðafræði, en ein af hugmyndunum á bakvið söguna er að stuðla að því að norræn ungmenni séu meðvituð um samnorræna sagnahefð.

Verkefnið er margþætt, en bókin NORD kemur út á íslensku. Auk þess er búið að þýða veffrásögn yfir á íslensku, en hana má nálgast með því að smella á myndina hér að neðan.

Sýning tengd verkinu mun svo verða sett upp í Menningarhúsi Borgarbókasafnsins í Gerðubergi í haust og verður íslenskum ungmennum boðið á þá sýningu.

Veffrásögn-borði

Þri, 09-04-2019 18:02
Flokkur