Um þennan viðburð

Tími
16:30 - 17:30
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Tungumál
íslenska
Bókmenntir

Rými fyrir höfunda | Eva Gunnarsdóttir, Margrét Lóa og Valdimar Tómasson

Miðvikudagur 4. desember 2024

Rithöfundarnir Eva Gunnarsdóttir, Margrét Lóa Jónsdóttir og Valdimar Tómasson lesa upp úr nýútkomnum bókum sínum.

Staðráðin í að vera eftir Evu Gunnarsdóttur, er reynslusaga ungrar konu sem að veikist skyndilega af ristilkrabbameini þegar að hún er búsett í London. Sálfræðingur að mennt og meistaranemandi í núvitund notar hún þau verkfæri til að takast á við erfiðar meðferðir. Bókin fjallar líka um dramatískan skilnað, narsissisma og notkun hugvíkkandi efna til að takast á við áföll.

Pólstjarnan fylgir okkur heim er magnaður ljóðaseiður um lífið, dauðann, tímann innra með okkur og veraldarundrið vonina. Margrét Lóa hlaut bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2024 fyrir bókina.

Söngvar til sársaukans er sjöunda ljóðabók Valdimars Tómasson, sem er íslenskum ljóðaunnendum að góðu kunnur fyrir meitluð og harmþrungin ljóð sín.  Hér yrkir hann um friðlausa auðn, þungbærar tilfinningar og vonarglætuna sem smýgur í gegnum svartnættið.

 

Aðgangur er ókeypis og eru öll hvött til að mæta.

Viðburður á Facebook

 

Viðburðurinn er haldinn í Rými fyrir höfunda, sem er verkefni til að auka aðgengi rithöfunda að aðstöðu Borgarbókasafnsins til kynninga á eigin verkum.

Bækur og annað efni