Utulę Thule mówi o sztuce Północy
Utulę Thule mówi o sztuce Północy

Um þennan viðburð

Tími
17:00 - 18:30
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Tungumál
Pólska
Liðnir viðburðir

Rithöfundakvöld | NORDYCKIE OPOWIEŚCI

Fimmtudagur 25. júlí 2024

Við bjóðum öll hjartanlega velkomin á rithöfundakvöld þar sem fjallað verður um nýjustu bók þeirra: Agnes Ársól Bikowska og Emiliana Konopka sem heitir: NORDYCKIE OPOWIEŚCI.

Kynnir kvöldsins: Piotr Mikolajczak (IceStory)

Agnes Ársól Bikowska hefur búið á Íslandi síðan árið 2010. Hún lauk  BA-gráðu í þjóðfræði í Póllandi og er með BA-gráðu frá Háskóla Íslands í íslensku sem annað mál. Hún er um þessar mundir að klára MA nám í þýðingafræði í HÍ. Agnes hefur mikinn áhuga á lestri og þýðingu íslenskra skáldsagna og leikritum, þá sérstaklega efni frá 19. öld.

Emiliana Konopka er listfræðingur með gráðu í sænsku. Hún er sem stendur í doktorsnámi í listfræði við háskólann í Gdansk. Rannsóknarefni hennar er norrænar list frá 19. og 20. öld. Stofnadi pólskrar vefsíðu um Ísland: Utule Thule og samfélagsmiðla undir sama nafni, þar sem fjallað er um íslenska menningu og list í Norðurlöndum. Sérfræðingur í menningu og fræði í íslenska sendiráðinu í Varsjá.

Á rithöfundakvöldinu er hægt að kaupa sér bókina: NORDYCKIE OPOWIESCI með áritunum rithöfundanna.

NORDYCKIE OPOWIESCI er fyrsta bókin sem kom út á pólsku sem almennt fjallar um þjóðsögur Norðurlanda.

Höfundar: Agnes Ársól Bikowska, Kinga Eysturland, Emiliana Konopka og Anna A. Prorok. Þýddar eru þekktar þjóðsögur frá Íslandi, Færeyjum og Noregi  um huldufólk, tröll, galdramenn, sjóskrímsli og útilegumenn. Teikningar eftir Sylwia Chrabalowska.

Viðburður á Facebook á pólsku