Nýstárleg íslensk orðabók
Öll orð voru einhvern tíma búin til.
Hvaða orð vantar í íslenskuna? Kannski þekkir þú orð úr öðru tungumáli sem þér finnst vanta góða þýðingu á. Eða hugsanlega þekkir þú tilfinningu eða kringumstæður sem þér finnst mikilvægt að geta talað um, en vantar glænýtt orð til að lýsa.
Ef þetta vekur áhuga þinn viljum við hvetja þig til að vera með og bæta þínu orði í nýstárlega íslenska orðabók sem við ætlum að skapa í sameiningu. Þannig hjálpumst við að við að móta framtíð íslenskunnar. Í samfélagi sem tekur stöðugum breytingum þarf tungumálið að þróast í takt svo við getum miðlað og tjáð okkur um nýjan raunveruleika.
Hér getur þú bætti við hugmynd að nýju orði
Hafðu samband ef þú þarfnast aðstoðar og ekki vera hrædd við að sletta eða blanda ólíkum tungumálum í þinni tillögu ef það hjálpar þér að miðla hugmynd þinni.
Á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember 2023, héldum við upp á opnun á þessari nýstárlegu íslensku orðabók nýrrar samskapaðrar íslenskrar orðabókar með viðburði þar sem nýskálduð orð voru lesin upp, bæði af ljóðskáldum og rithöfundum en einnig af viðstöddum sem vildu nýta tækifærið og segja sín orð upphátt fyrir framan aðra í almenningsrými bókasafnsins. Hér eru nokkuð dæmi um nýyrði sem voru kynnt til sögunnar á viðburðinum:
- glápamaður
- lærleggssmíð
- blundtakki
- ómjólk
- samkenndarfötlun
- þagnarskuld
- glundró
- skásystkin
- tvíbúi
- brjálæðisvíma
- vindhviðasnarpur
- fagraorðaþoka
- steinþögull
- draumljóð
- ostfangin
- minnihlutahópastress
- spenntóttabið
- eftirmorgunskvíði
- þægindablaðra
- sólarleyfi
- neyslufall
- lýðræðishetjuskapur
- snortinleiki
- tárahik
- kvárföt
Frekari upplýsingar
Martyna Karolina Daniel, sérfræðingur fjölmenningarmála
martyna.karolina.daniel@reykjavik.is