Um þennan viðburð

Tími
09:30 - 19:30
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Spjall og umræður

Lókal | Opnar sviðslistasmiðjur

Sunnudagur 19. nóvember 2023

Alþjóðlega sviðslistahátíðin Lókal heldur þrjár smiðjur í Miðgarði í Úlfarsárdal.

  • S.K.I.L.I.N., með Kviss búmm bang,
  • Vatn kveikir í mér, með Írisi Stefaníu Skúladóttur
  • Efsta hillan með Kriðpleiri 

Athugið að um þrjá mismunandi viðburði er að ræða og panta þarf miða á hvern og einn þeirra sérstaklega. Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu Lókal, www.lokal.is.

 

S.K.I.L.I.N. - opin rannsókn

Kviss búmm bang
Kl. 9:30–12:30

Kviss búmm bang eru komnar aftur á stjá eftir afsakið hlé. Í rannsókninni munu þær hleypa þátttakendum inn í fyrstu skrefin á rannsóknarvinnu sinni að nýju autobiografísku verki sem fjallar um arfleið og menningu hjónabandsins og ekki síst algengan fylgifisk þess, skilnað. Smiðjan er einungis ætluð fólki sem hefur gengið í gegnum skilnað einhverntímann á ævinni. Þátttakendur eru beðnir um að hafa með sér einn hlut úr fyrra lífi sem „gift“.

Framandverkaflokkurinn Kviss búmm bang samanstendur af Evu Björk Kaaber, Evu Rún Snorradóttur og Vilborgu Ólafsdóttur. Fyrsta verk þeirra Eðlileikarnir árið 2009 var rannsókn á hjónabandinu. Þær hafa farið víða á sviðslistahátíðir með verk sín. 

Frítt inn, takmarkaður fjöldi plássa.
Smelltu hér til að panta pláss á smiðjuna. 

 

NÝR VIBÐURÐUR: Fyrir Palestínu | For Palestine

Íris Stefanía Skúladóttir
Kl. 13:30–16:00

ATHI! Þessi viðburður hefur tekið breytingum. Horfið hefur verið frá efninu um núvitund og unað (Vatn sem kveikir í mér) og þessi stund tileinkuð fólki frá Palestínu sem býr á Íslandi.

„Í ljósi þess að mikið af listafólki frá Palestínu hefur verið afbókað á viðburðum þar sem það átti að fá sviðsljósið og hefur verið hreinlega þaggað niður á meðan fólk sem gefur sig opinberlega út fyrir að styðja Ísreal er það ekki þá viljum við bjóða fram þennan vettvang til þeirra sem treysta sér til.

Við bjóðum fólki frá Palestínu sem býr á Íslandi að nýta þennan vettvang til að deila sínum sögum. Formið er hefðbundinn söguhringur og öll eru velkomin sem geta sýnt virðingu og hafa áhuga á að hlusta og læra og deila og mynda tengsl.
Við sitjum í hring og við kynnum okkur öll og ef við viljum þá getum við sagt aðeins frá okkur. Síðan gefum við fólki frá Palestínu orðið og hlustum. Það má spyrja spurninga en gætið þess að sýna virðingu.
Við erum meðvituð um að þetta er gífurlega viðkvæmt mál og mega þau sem mæta alltaf hætta við að tala, sitja hjá og bara hlusta eða einfaldlega fara. Það er engin pressa á að gera neitt sem þér líður ekki vel með.

Viðburðurinn mun fara fram á ensku.

Bestu kveðjur, 
Íris.“

Frítt inn, takmarkaður fjöldi plássa.
Smelltu hér til að panta pláss á viðburðinn. 

 

Efsta hillan - vinnustofa 

Leikhópurinn Kriðpleir
Kl. 17:00–19:30

Hversu lengi getum við horft framhjá vandamálunum? Eða þarf kannski ekki að kalla þau vandamál ef við hugsum ekki um þau?

Þátttakendur vinnustofunnar eru beðnir um að taka með sér 4 krukkur eða sósutúbur sem hafa dagað uppi í ísskápnum. Sameiginlega munum við rannsaka fortíð og uppruna krukknanna, og leitast við að skapa kringumstæður sem miðla sögu þeirra. Í lokin ætlum við að bjóða gestum og gangandi að kynnast krukkunum. 

Kriðpleir hefur verið starfandi frá árinu 2012 og vakið mikla athygli með verkum sínum. Kriðpleir fékk nýverið tilnefningu til evrópsku ljósvakaverðlaunanna Prix Europa í flokki leikinna hljóðvarpsverka fyrir verk sitt Sjálfsalinn.

Frítt inn, takmarkaður fjöldi plássa.
Smelltu hér til að panta pláss á smiðjuna. 

 

Nánari upplýsingar veitir:
Eva Rún Snorradóttir, listrænn stjórnandi Lókal
lokalreykjavik@gmail.com