Laus störf | Sérfræðingur óskast í Grófina
Borgarbókasafnið í Grófinni auglýsir eftir háskólamenntuðum starfsmanni til að sinna þjónustu við notendur safnsins, vinna með safnkost og koma að miðlun, fræðslu og fleiri verkefnum sem miða að því að efla safnið sem samfélagsvettvang.
Leitað er að starfsmanni sem býr yfir frumkvæði, samskiptahæfni og hefur tileinkað sér sjálfstæð vinnubrögð til að starfa að margvíslegum verkefnum og þjónustu á safninu ásamt því að hafa umsjón með safnkosti. Auk framangreinds krefst starfið metnaðar, skipulagshæfni og sveigjanleika.
Umsóknarfrestur er 25. júní 2023.
Markmið Borgarbókasafnsins er að auka lýðræði, jöfnuð og samfélagsþátttöku, efla læsi og auka aðgengi borgarbúa að fræðslu og menningartengdu efni. Leitað er eftir einstaklingi sem hefur ríka þjónustulund og brennandi áhuga á að vinna með starfsmannahópi safnsins að ofangreindum markmiðum.
Nánari upplýsingar veitir Barbara Guðnadóttir, safnstjóri í síma 789 6390 eða um tölvupóstfangið barbara.gudnadottir@reykjavik.is