
Leikhúskaffi | Fyrrverandi
Um þennan viðburð
Tími
17:30 - 19:00
Verð
Frítt
Bókasafn
Hópur
Fullorðnir
Liðnir viðburðir
Leikhúskaffi | Fyrrverandi
Þriðjudagur 15. mars 2022
Ilmur Stefánsdóttir leikmynda- og búningahönnuður kynnir verkið Fyrrverandi fyrir gestum Borgarbókasafnsins. Í kjölfarið verður farið yfir í Borgarleikhúsið þar sem boðið verður upp á stutta kynningu á leikmynd og annarri umgjörð sýningarinnar.
Verkið er samið og leikstýrt af Vali Frey Einarssyni og sett upp með leikhópnum CommonNonsense. Í lýsingu Borgarleikhússins segir m.a.: „útkoman er myljandi fyndið og hjartnæmt verk sem speglar flókið fjölskyldulíf og sambönd nútímans þannig að við finnum samhljóm við okkar eigin grátbroslegu tilveru“.
Í lokinn býðst gestum svo 10% afsláttur af miðum á sýninguna.
Nánari upplýsingar veita:
Guttormur Þorsteinsson, deildarbókavörður
guttormur.thorsteinsson@reykjavik.is | s. 411 6204