Liðnir viðburðir
Minecraftsmiðja | 8-12 ára
Laugardagur 13. nóvember 2021
Ertu Minecraft-snillingur eða varstu rétt að byrja?
Þá er þetta námskeið fyrir þig. Minecraftsérfræðingur frá Skemu í HR ætlar að leiðbeina áhugasömum heimssmiðum og kenna öll bestu trixin við að skapa nýja heima í Minecraft.
Komdu bara með hugmyndaflugið og áhugann, tölvur verða á staðnum.
Námskeið er ókeypis en plássið takmarkað og því er skráning nauðsynleg.
Vinsamlegast skráið ykkur hér neðar á síðunni.
Smiðjan hentar best 8-12 ára.
Nánari upplýsingar:
Rut Ragnarsdóttir
Barnabókavörður
rut.ragnarsdottir@reykjavik.is | 411-6210