Rán
Rán

Um þennan viðburð

Tími
13:00 - 15:00
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Liðnir viðburðir

AFLÝST Blóm, bók eða málverk | Teiknismiðja með Rán

Laugardagur 20. mars 2021

ATH SMIÐJUNNI VERÐUR FRESTAÐ UM VIKU VEGNA VEIKINDA

 

Hvenær er sýning tilbúin? Má bæta og breyta eftir opnun? 

Maður getur alltaf á sig blómum bætt! Í þessari lokasmiðju tengdri sýningunni Heimsókn til Vigdísar, langar okkur að bjóða þér að bæta við sýninguna og teikna undir leiðsögn Ránar Flygenring. 

Þú hefur frjálsar hendur! Það gæti til að mynda verið blóm, bók eða málverk eða hvað annað sem þér dettur í hug. Við æfum okkur á blöð og pappa, en hver veit nema við tökum upp pensilinn og málum beint á veggi sýningarinnar! Mættu í smiðjuna og uppgötvaðu listamanninn í sjálfum þér. Smiðjan er miðuð við 6-12 ára, en allir mega að sjálfsögðu spreyta sig...

Athugið að um breytta tímasetningu er að ræða miðað við hvað er í viðburðabæklingi. 

Staðsetning viðburðar: Sýningarsalurinn á neðri hæð.
Skráning neðst á síðunni. Boðið er upp á að bóka fjölskylduborð. 
Kaffihúsið er opið.

Rán Flygenring, rit- og myndhöfundur, leiðir smiðjuna. Alllt efni á staðnum.

Á sýningunni Heimsókn til Vigdísar er gestum á öllum aldri boðið að ganga inn í söguheim bókarinnar Vigdís – Bókin um fyrsta konuforsetann. Rán Flygenring, rit- og myndhöfundur, hannar sýninguna í samstarfi við Emblu Vigfúsdóttur sýningarstjóra. Segja má að veröld Vigdísar Finnbogadóttur, sem var fyrst kvenna kjörin forseti í heiminum, lifni við og gestir fá að kíkja í heimsókn og spegla sig í þeim gildum sem hún hefur alla tíð lagt svo mikla áherslu á, jafnt í lífi sem starfi. Sjón er sögu ríkari!

Sjá nánari upplýsingar um sýninguna..

Viðburðurinn á Facebook.

Myllumerki sýningarinnar: #heimsókntilvigdísar

Sjá hér upplýsingar um sóttvarnarráðstafanir safnsins.

Nánari upplýsingar veitir:

Ilmur Dögg Gísladóttir, deildarstjóri
ilmur.dogg.gisladottir@reykjavik.is

Bækur og annað efni