
Um þennan viðburð
Leikhúskaffi | Höfundaspjall: Þór Tulinius og Katrín Lóa Hafsteinsdóttir
Þór Tulinius og Katrín Lóa Hafsteinsdóttir mæta í leikhúskaffi á Borgarbókasafninu Grófinni og ræða skrif í íslensku leikhúsi.
Þór og Katrín Lóa eru um margt ólíkir höfundar og verkin þeirra tvö Bústaðurinn og Mergur, sem sýnd eru í Tjarnarbíó, gjörólík. Annað tragíkómískt drama í sumarbústað og hitt gróteskt kórverk um leyndardóma líkamans.
Hvaðan kemur innblásturinn, hvar byrjar maður á leikverki og hvernig leikrit og leikhús vantar á Íslandi?
Þetta ætla Þór og Katrín Lóa að ræða í leikhúskaffi á Borgarbókasafninu Grófinni.
Boðið verður upp á heitt kaffi og söng.
Öll hjartanlega velkomin.
Um verkin tvö:
Bústaðurinn er nýtt leikrit eftir Þór Tulinius, sem fjallar á hugvitsamlegan hátt um innflytjenda-ótta. Sami leikhópur vann barnasýningu ársins á Grímunni 2024, en er nú með tragíkómedíu um eldri hjón í sumarbústað sem fá aðkomumann í heimsókn.
Í Merg eftir Katrín Lóu Hafsteinsdóttur er kórsöngur settur í óvænt samhengi og andstæðum teflt saman. Líkamsstarfsemin er tekin fyrir á nærgöngulan, fáránlegan og jafnframt hlægilegan hátt og skömmin sem henni fylgir er krufin til mergjar.
Nánari upplýsingar veitir:
Snæbjörn Brynjarsson
snaebjorn@tjarnarbio.is