Um þennan viðburð

Tími
13:00 - 15:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Tungumál
Íslenska
Bókmenntir
Börn
Föndur

Lestrarhátíð | Sögustund og furðufiskasmiðja

Sunnudagur 23. nóvember 2025

Velkomin í notalega sögustund og furðufiskasmiðja fyrir alla fjölskylduna í bókasafninu í Árbæ

Ragnheiður Gestsdóttir (dóttir Rúnu) les og stýrir furðufiskasmiðju úr Rauða fiskinum eftir Rúnu í tilefni endurútgáfu á þessari klassísku barnabók.  

Rauði fiskurinn eftir Rúnu, Sigrúnu Guðjónsdóttur, kom fyrst út árið 1972. Í sögunni renna texti og myndir áreynslulaust saman í eina heild sem er í senn spennandi og hrífandi. Hér gefst nýjum kynslóðum tækifæri til að kynnast þessari sígildu perlu íslenskra barnabókmennta. Á löngum og fjölbreyttum ferli hefur myndsköpun Rúnu fundið sér farveg innan leirlistar, bókskreytinga, málverks og hönnunar. Hún hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar í gegnum tíðina, svo sem Fálkaorðuna og Íslensku hönnunarverðlaunin. 

Boðið verður upp á kakó og smákökur.

Lestrarhátíð Borgarbókasafnsins fyrir börn og fjölskyldur 22. - 29. nóvember 2025

Vikuna 22. - 29. nóvember, í aðdraganda aðventu, heldur Borgarbókasafnið lestrarhátíð fyrir börn og fjölskyldur í öllum átta bókasöfnum borgarinnar. Lögð er áhersla er á að skapa notalegar stundir fyrir börn og fjölskyldur. Höfundar mæta og lesa úr jólabókunum og stýra föndursmiðjum og boðið upp á heitt kakó og smákökur. 
Hér má finna dagskrá Lestrarhátíðar.

Lestrarhátíð Borgarbókasafnsins er styrkt af Barnamenningarsjóði og Bókasafnasjóði.

Viðburðurinn á Facebook

 

Nánari upplýsingar veitir:

Þorgerður Agla Magnúsdóttir
Verkefnastjóri | Bókmenntir og lestrarhvatning
thorgerdur.agla.magnusdottir@reykjavik.is | 411 6149

Bækur og annað efni