
Um þennan viðburð
Hvaða barnabækur þurfum við?
Barnabækur geta hjálpað okkur að uppgötva nýjar hugmyndir, horfast í augu við ótta okkar og kanna tilfinningar okkar. Þær geta hjálpað okkur að takast á við sumar af stærstu spurningum lífsins.
Hvaða bækur og sögur horfið þið og börnin ykkar aftur og aftur í og mynduð mæla með fyrir aðrar fjölskyldur? Takið með ykkur bækurnar sem þið hafið gripið í þegar þið hafið fjallað um stórar sem smáar spurningar og heyrið frá öðrum um sögurnar sem hjálpa þeim að tala um sínar spurningar og áskoanir. Bækurnar geta verið á hvaða tungumáli sem er.
Hvaða bækur vilduð þið að búið væri að skrifa til að kanna spurningar sem skipta fjölskyldu ykkar máli, hvort sem það er forvitni um heiminn, daglegar áskoranir eða stærri áhyggjur? Kannski eruð þið að leita að sögum sem fjalla um taugafræðilega fjölbreyttar persónur, sem kanna sorg, ræða loftslagsbreytingar, sívaxandi alheiminn eða fagna menningu ykkar: búum til óskalista yfir bækur sem við vildum gjarnan sjá í hillunum okkar.
Viðburðurinn er haldinn af Cerise Fontaine, útgefandi og þýðandi.
Þátttaka er ókeypis líkt og á öllum viðburðum Borgarbókasafnsins og öllum er velkomið að taka þátt eins og þau vilja lesa, ræða og deila snarli.
Viðburður á Facebook: https://fb.me/e/9pG7Pscx9