
Um þennan viðburð
Tilbúningur | Koinobori
Langar þig að eiga notalega stund þar sem sköpunarkrafturinn fær að njóta sín í góðum félagsskap?
Föndrum saman, búum eitthvað til úr einhverju og endurnýtum alls konar. Leiðbeinandi kemur með hugmyndir, efni og áhöld og aðstoðar við tilbúninginn.
Á vorin blakta víða litríkir pappírs- eða taufiskar vindinum austur í Japan. Þetta eru Koinobori vindsokkar sem líkjast skrautlegum fiskum og þeim fylgja óskir um góða framtíð, heilsu og hraustleika til handa öllum börnum. Í þessum tilbúningi ætlum við að búa til litla skrautlega Koinobori fiska og senda góðar óskir út í vorið.
Sæunn Þorsteinsdóttir listakona leiðbeinir.
Tilbúningur í Árbæ er opinn öllum en hentar best börnum eldri en 8 ára og fullorðnum á öllum aldri.
Tilbúningur fer fram í Borgarbókasafninu Árbæ annan fimmtudag hvers mánaðar og í Borgarbókasafninu Spöng fyrsta miðvikudag hvers mánaðar.
Aðgangur er ókeypis og skráning er ekki nauðsynleg.
Nánari upplýsingar veitir:
Sæunn Þorsteinsdóttir, sérfræðingur barnastarfs
saeunn.thorsteinsdottir@reykjavik.is | 411 6250