Gleðin í því smáa | Inngangur ritstjóra

Textarnir sem hér fara á eftir eru allir ritaðir á ritlistarnámskeiðinu Gleðin í því smáa sem fram fór á Skrifstofunni, Borgarbókasafninu í Kringlunni, á haustmánuðum 2020. Hér var leikgleðinni og skrifagleðinni stefnt gegn grýlunni sem markaði allt líf okkar þetta misserið; veirunni sem gerði okkur raunar ókleift að hittast nema í netheimum þegar leið á námskeiðið. Það er einlæg von mín að æfingarnar, upplestrarnir og textarnir sem við rýndum og stúderuðum saman hafi veitt þátttakendum jafn innilega ánægju og mér og reynst vítamínsprauta á erfiðum tímum. 

Þátttakendum, höfundum þeirra texta sem hér fara á eftir, þakka ég kærlega fyrir samfylgdina, traustið og hugrekkið. Lesendum býð ég að njóta hér afrakstursins.

Sunna Dís Másdóttir
leiðbeinandi 

janúar 2021

Fyrsta sagan: Augasteinn