Siljan | Myndbandasamkeppni

Hvað er er Siljan?

Myndbandakeppnin Siljan er haldin á hverju ári. Barnabókasetur Íslands stendur að verkefninu í samstarfi við Borgarbókasafnið og Reykjavík bókmenntaborg UNESCO. Keppt er í tveimur flokkum, 5.-7. bekk og 8.-10. bekk. Siljan er opin nemendum í öllum skólum landsins en keppnin er styrkt af menningar- og viðskiptaráðuneytinu.

Markmiðið er að auka áhuga barna og unglinga á bóklestri með því að beina sjónum þeirra að nýjum barnabókum og gera krakkana sjálfa að jákvæðum lestrarfyrirmyndum.

Þátttakendur búa til um 2 mínútna myndband með umfjöllun um barna- /unglingabók gefna út á íslensku síðustu tvö ár. Myndbandið er sett á netið (til dæmis Youtube) og slóðin send á barnabokasetur@unak.is - ásamt upplýsingum um nafn, bekk og skóla höfunda myndbandsins.

Vegleg verðlaun fyrir vinningsmyndbönd úr báðum flokkum. 

 

Siljan 2023

Opnað verður fyrir innsendingar á myndböndum 10. febrúar á barnabokasetur.is og og hefur innsendingarfresturinn verið framlegndur til 30. apríl. Í byrjun maí mun dómnefnd fara yfir myndböndin og velja hvaða myndbönd lenda í þremur fyrstu sætunum í hvorum flokki. Úrslitin verða kynnt um miðjan maí. 

Veggspjald

Veggspjald fyrir samkeppni Siljunnar verður sent með veggspjaldinu Bókaverðlaun barnanna og lestarhvetjandi veggspjald IBBY í almennings- og skólabókasöfn um allt land á kostnað viðtakanda. Hægt er að panta sendingu með því að senda póst á ingibjorg.osp.ottarsdottir@reykjavik.is

Siljan veggspjald 2023

 

Verðlaunahafar fyrri ára

Hér má sjá myndbönd verðlaunahafa 2022.
Hér er myndbandið sem sigraði 2021 í eldri flokki, 8.- 10. bekk.

Vinningshafar: Jóhanna Júlíusdóttir, Bergljót Júlíana Kristinsdóttir og Laufey Steinunn Kristinsdóttir í Austurbæjarskóla.


Hér er myndbandið sem sigraði 2021 í yngri flokki, 5.- 7. bekk.

Vinningshafar: Aðalbjörg Ósk Stefánsdóttir, Aðalheiður María Gabríelsdóttir, Ísafold Lilja Bjarkardóttir og Zuzanna Stokowy í Myllubakkaskóla.

Nánari upplýsingar veitir:
Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir, verkefnastjóri barna- og unglingastarfs
ingibjorg.osp.ottarsdottir@reykjavik.is
s. 411-6146