Information about the event
Framtíð fyrir öll - háð hverju?
Hvernig verður inngilding hönnuð inn í heiminn eftir 100 ár þegar fólk með fötlun verður fullgildir meðlimir í daglegu lífi, opinberu rými, í starfi og í menningarlífi? Taktu þátt í spjalli um hönnun sem tekur mið af fjölbreytileika. Hvernig gætum við bæði verið óháð og í tengslum við annað fólk í framtíðinni? Arkitektúr og listir geta mótað samfélag sem einkennist af virðingu fyrir öllum - einnig þeim sem ekki teljast til mannkyns.
Fatlað listafólk, baráttufólk og hönnuðir eru hluti af umræðunni til að varpa ljósi á hvernig aðgengileg menning og hönnun getur umbreytt samfélögum og skapað líflegt og inngildandi menningarlandslag.
Þáttakendur í pallborði: Freyja Haraldsdóttir, Brandur Bryndísarson Karlsson and Alma Ýr Ingólfsdóttir.
Ókeypis þátttaka, öll velkomin
Þessi viðburður er hluti af Framtíðarfestivali Borgarbókasafnsins. Sjá heildardagskrá Framtíðarfestivals HÉR.
Frekari upplýsingar veitir:
Vena Naskrecka
venanaskrecka@gmail.com