Information about the event
Time
11:00 - 12:30
Price
Free
Library
Language
Íslenska og Enska
Talks & discussions
Æ - Sæt borg
Saturday January 25th 2025
Þú ert Ai eða Æ eins og við köllum þig og ætlar að teikna mynd af framtíðarborg. Reykjavík 2125, en hún er betri. Hún inniheldur meira af því sem þú elskar, er meira töff og ennþá fyndnari. Í þessari heimspekilegu teiknismiðju verður þú hluti af stærri vél, þú færð skilaboð frá vélinni og saman mótum við nýja gervigreind sem sýnir myndir af því sem við vonumst til að sjá 2125. Sýndu okkur draumaumhverfið þitt, fólkið, farartækin, gangstéttir og veggjakrot. Eru til sundlaugar? Hvernig er tískan?
Vertu VÉLkomin í teiknismiðjuna! Ókeypis þátttaka, öll velkomin
Þessi viðburður er hluti af Framtíðarfestivali Borgarbókasafnsins. Sjá heildardagskrá Framtíðarfestivals HÉR.
Frekari upplýsingar veitir:
Myndarsögur - Félag
myndarsogur@gmail.com