
Information about the event
Time
18:00 - 19:30
Price
Free
Library
Target
Adults
Language
English
Creative Technology
Fríbúð | Vélmennasmiðja
Wednesday April 9th 2025
Langar þig að búa til teiknivélmenni?
Í þessari smiðju verður gömlum rafmagnsleikföngum breytt í teiknivélmenni. Með því að taka leikföngin í sundur og setja saman á nýjan hátt verða til vélar sem skapa einstakt teiknimynstur. Engin krafa er gerð um fyrri kunnáttu og allur efniviður er á staðnum.
Í smiðjunni læra þátttakendur að:
- Taka leikföng í sundur á öruggan hátt.
- Nota rofa til að stjórna mótorum og hreyfingu.
- Búa til einfaldar teiknivélar.
- Finna skapandi lausnir með öðrum þátttakendum.
Smiðjuna leiðir Sam Rees og er smiðjan haldin í samstarfi við Raflost.
Nauðsynlegt er að skrá sig hér fyrir neðan þar sem pláss er takmarkað.
Viltu vita meira um Fríbúðina?
Nánari upplýsingar veitir:
Atli Pálsson, sérfræðingur
atli.palsson@reykjavik.is | 411-6170