Information about the event
Orðasmiðja | Love Academic Language
Hvernig líður þér þegar þú skrifar og talar á íslensku um fólksflutninga, fjöltyngi eða kennslufræði?
Eru einhver hugtök í tungumálum sem þú átt erfitt með að þýða yfir á íslensku? Hver getur búið til ný orð? Hvernig tengjast tungumál tilfinningum?
Leggjum tungumálin okkar á borðið og leikum okkur með orðin. Orðasmiðjan er fyrir nemendur, rannsakendur, kennara og alla sem hafa áhuga á að skrifa eða tala á „fræðilegu tungumáli“. Við notum skapandi aðferðir og æfingar til að leika okkur með fræðilega texta. Við munum tala um, ögra og finna upp hugtök sem notuð eru til að skrifa um fólksflutninga, fjöltyngi og kennslufræði. Við munum þróa lista yfir orð og skilgreiningar sem verður hluti af orðabók sem þróuð verður innan verkefnisins Kærleiksorðræða sem leitt er af Borgarbókasafninu. Tungumál viðburðarins: Íslenska og enska, hugsanlega önnur tungumál.
Vinnustofan er ókeypis, opin öllum aldurshópum og er hluti af verkefninu Kærleiksorðræða sem leitt er af Borgarbókasafni Reykjavíkur með styrk frá Þróunarsjóði innflytjendamála.
Kærleiksorðræða er verkefni sem leggur áherslu á upplifun, tilfinningalæsi og eignarhald á tungumálinu. Öll þau sem koma að verkefninu eru hvött til að búa til ný íslensk orð. Eins og titill verkefnisins ber með sér er lögð áhersla á leik að orðum. Öllum nýju orðunum er safnað saman í nýstárlega orðabók sem er geymd á Borgarbókasafninu. Auk þess sköpum við vettvang til að ræða það sem er okkur kært – upplifun okkar af samskiptum.
Lara Wilhelmine Hoffmann (laraw@hi.is) er nýdoktor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og starfar nú við verkefnið „Saman eða sundruð? Menntun og félagsleg þátttaka flóttabarna og ungmenna á Íslandi“. Bakgrunnur hennar er í félagsfræði (PhD, Háskólinn á Akureyri) og listfræði (meistaranám við Háskólann í Amsterdam, Hollandi). Rannsóknir hennar taka á málefnum eins og þátttöku innflytjenda í smærri (tungumál) samfélögum og möguleika menningarframleiðslu sem tæki til að skapa samheldin samfélög. Lára hefur lengi verið félagi í rithöfundafélaginu Ós Pressunni og er þessi starfsemi nátengd rannsóknum hennar.
Renata Emilsson Peskova (renata@hi.is) starfar sem lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Í núverandi rannsókn sinni, „Fjöltyngdar kennsluaðferðir í fjölbreyttum bekkjum“, kannar hún hvernig nemendur og kennarar geta byggt á tungumálaforða sínum til að efla nám og kennslu sína. Aðrar rannsóknir Renötu snúast um fjöltyngi, tungumálastefnur, móðurmálsnám og tungumálasjálfsmyndir. Auk fræðastarfa hefur Renata starfað fyrir grasrótarsamtökin Móðurmál – samtök um tvítyngi og Forum of Heritage Language Coalitions in Europe.
Frekari upplýsingar veitir:
Martyna Karolina Daniel
martyna.karolina.daniel@reykjavik.is