Information about the event
Vinur minn ánamaðkurinn
Fögnum vorinu með sérstöku ánamaðka og plöntu Kakó Lingua! Lærum saman um það sem lifir undir fótum okkar og föndrum eitthvað skemmtilegt! Við tölum íslensku, ensku, frönsku, pólsku og spænsku en finnum leiðir til að eiga samskipti og hafa gaman á öllum tungumálum. Þátttaka í vinnustofunni er frí og allt efni sem þarf til verður á staðnum svo komið bara með ykkur sjálf og sköpunargleðina!
Á Kakó Lingua viðburðum er lögð áhersla á fjölmenningarlegar samverustundir þvert á kynslóðir. Með því að nota sjónræna samsköpun og mismunandi tungumál í vinalegu og hvetjandi umhverfi, nýtum við færni hvers annars og tengjumst með því að hafa samskipti umfram tungumálið. Viðburðirnir fara fram á Borgarbókasafninu Kringlunni, þátttaka er ókeypis og allt efni á staðnum. Síðast, en ekki alls ekki síst, það er alltaf heitt kakó á boðstólnum og notaleg tónlist á fóninum.
Frekari upplýsingar veitir:
Martyna Karolina Daniel, sérfræðingur fjölmenningarmála
martyna.karolina.daniel@reykjavik.is