Information about the event

Time
All day
Price
Free
Target
Everyone
Language
-
Children
Markets

Fríbúð | Hjálparhellur jólasveinsins

Wednesday December 4th 2024 - Monday December 23rd 2024

Í Fríbúðinni verður tekið frá sérstakt svæði þar sem hægt er að koma með lítil leikföng sem væru tilvalin fyrir jólasveina að gefa í skóinn: púsl, pez kalla, litla bíla, bangsa eða skraut til að hengja á jólatréð. Tilvalin samverustund foreldra og barna að fara saman í gegnum heilleg leikföng og ákveða hvað má gefa jólasveininum, til að gefa öðrum börnum. Þannig græða öll; börnin sem gefa dótið sitt læra um hringrásarhagkerfið og umhverfisvernd og jólasveinarnir fá gefins dót til að gefa áfram og minna rusl endar í náttúrunni. 

Jólasveinunum er síðan boðið að laumast og taka sér það sem þeir halda að muni nýtast vel í skóinn.

Í Fríbúðinni í Gerðubergi eru allir hlutir ókeypis. Þangað getur þú komið þegar þig vantar eitthvað eða þegar þú vilt gefa frá þér hluti sem þú þarft ekki lengur.

 

Nokkrar fleiri umhverfisvænar tillögur að skógjöfum fyrir bræðurna þrettán: 
- Piparkökuhús til að setja saman og skreyta. 
- Vasaljós til að fara með í ævintýralega kvöldgöngu t.d. Í Öskjuhlíðinni.
- Fræ eða rúsínur til að gefa fuglunum
- Persónulegt bókamerki frá uppáhalds jólasveininum
- Gjafabréf fyrir kakóbolla á kaffihúsi.
- Bókasafnskort (ókeypis fyrir börn).

 

Viðburðurinn á facebook

Fríbúðin á instagram: @fribudin_gerdubergi

 

Nánari upplýsingar veitir:
Atli Pálsson, sérfræðingur
atli.palsson@reykjavik.is | 411-6175