Umframopnun+

Á Borgarbókasafninu í Kringlunni og Sólheimum er notendum, 18 ára og eldri, sem eiga bókasafnskort í gildi og með virkt PIN númer, boðið upp á að nýta sér þjónustu safnanna utan hefðbundins þjónustutíma og án starfsfólks.
Þessi þjónusta kallast Umframopnun+.

Hvenær er Umframopnun+ í boði?

Umframopnun+ Kringlunni

Mán - fim: 8:00 - 10:00 & 18:30 - 22:00

Fös: 8:00 - 11:00 & 18:30 - 22:00

Lau - sun: 8:00 - 13:00 & 17:00 - 22:00

Nánari opnunartímar

Umframopnun+ Sólheimum

Mán - fim: 8:00 - 10:00 / 18:00 - 22:00
Fös: 8:00 - 11:00 / 18:00 - 22:00
Lau: 15:00 - 18:00
Sun: 10:00 - 18:00
Nánari opnunartímar


Hvernig kemst ég inn?

Notendur með aðgang að Umframopnun+ skrá sig inn með kennitölu/bókasafnskorti og PIN númeri. Börn mega koma með í fylgd fullorðinna. Mikilvægt er að aðrir notendur sem ekki eru með bókasafnskort fylgi notendum hvorki þegar þeir koma inn eða fara út. Ekki er heimilt að lána öðrum aðganginn.


Hvað er hægt að gera á Umframopnun+?

Skila og fá lánað ・ Sækja frátektir ・ Lesa blöð, bækur og tímarit ・ Læra ・ Spila borðspil ・ Fara í tölvu ・ Nýta þráðlaust net ・ Prenta út, skanna eða ljósrita skjöl ・ Funda með öðrum sem einnig hafa aðgang・Slaka á  


Nánari upplýsingar um Umframopnun+: 

umframopnun@reykjavik.is