Leshringurinn í Árbæ | Allskonar bækur
Leshringurinn í Árbæ | Allskonar bækur

Leshringur | Allskonar bækur

Leshringurinn í Borgarbókasafninu Árbæ hittist fyrsta mánudag í mánuði kl. 15:30 - 16:45 frá september og fram í maí. Yfir sumartímann er tekið frí í þrjá mánuði.

Lesin er ein skáldsaga og ein ljóðabók í hverjum mánuði, með einhverjum smá undantekningum. Á fyrsta fundi haustsins ræðum við sumarlesturinn og komum með hugmyndir fyrir framhaldið. Ákveðið er í lok hvers fundar hvaða bækur verða lesnar þann mánuðinn.  

Í febrúar lásum við Rambó er týndur og ljóðabókina og ljóðabókina Einurð eftir Draumeyju Aradóttur.

Í mars erum við að lesa Seratónínendurupptökuhemlar eftir Friðgeir Einarsson og ljóðabókina Varurð eftir Draumeyju Aradóttur.

Við hittumst fyrsta mánudag í mánuði og hittumst næst 8. apríl og síðan 6. maí.

 

 Þessi leshringur er fullsetinn sem stendur. 

 

Upplýsingar og umsjón:
Jónína Óskarsdóttir 
jonina.oskarsdottir@reykjavik.is

Sjá yfirlit um alla leshringi Borgarbókasafnsins.

Category
Tags
UpdatedTuesday April 2nd 2024, 12:09