Borgarbókasafnið okkar allra
Ertu gestur í höfuðborginni? Hefur þú gaman að bókum eða þarftu kannski að komast í tölvu eða prentara?
Eða ertu ef til vill að leita að notalegum stað þar sem þú getur slakað aðeins á í erli dagsins?
Við bjóðum öll velkomin á Borgarbókasafnið. Við erum á átta stöðum víðsvegar um borgina!
Kynntu þér hvað söfnin okkar hafa upp á að bjóða:
Borgarbókasafnið Grófinni | Tryggvagötu 15, 101 Reykjavík
Stærsta safnið okkar er í hjarta borgarinnar. Á rigningardögum er tilvalið að líta við til að kíkja í tímaritin, leika í barnadeildinni, spila á píanóið, hlusta á vínylplötu eða bara njóta þess sem vekur áhuga þinn.
Borgarbókasafnið Kringlunni | Listabraut 3, 103 Reykjavík
Notalegt bókasafn með fullt af kósí hornum þar sem gott er að tilla sér niður og slaka á. Staðsett við verslunarmiðstöðina og því tilvalinn staður til að heimsækja eftir innkaupaferðina.
Borgarbókasafnið Gerðubergi | Gerðubergi 3-5, 111 Reykjavík
Staðsett í Breiðholti, í nágrenni við Breiðholtslaugina. Þar er mikil áhersla á umhverfismál sem speglast jafnt í viðburðum sem og aðstöðu. Ekki missa af Fríbúðinni - þar sem allt er frítt!
Borgarbókasafnið Sólheimum | Sólheimum 23a, 104 Reykjavík
Þetta litla og notalega safn er uppáhald margra! Fullkominn staður fyrir fjölskyldur og þau sem vilja kíkja í bækur og blöð á friðsælum stað.
Borgarbókasafnið Spönginni | Spönginni 41, 112 Reykjavík
Staðsett í Grafarvogi. Bjart og rúmgott bókasafn með stóru barnasvæði og frábærum bókaútstillingum. Myndlistarsýningar og fjölbreyttir viðburðir fyrir allan aldur.
Borgarbókasafnið Árbæ | Hraunbæ 119, 110 Reykjavík
Þetta notalega bókasafn býður upp á kósí sófa og gott rými til að lesa, spila borðspil eða spjalla við hverfisbúa.
Borgarbókasafnið Úlfarsárdal | Úlfarsbraut 122-124, 113 Reykjavík
Þetta fallega bókasafn er bjart og nútímalegt og deilir húsnæði með Dalskóla og Dalslaug. Frábær staður til að hittast á, læra, vinna eða bara til að hanga á og kíkja í bækur eða tímarit. Svo er auðvitað tilvalið að skella sér í sund í leiðinni eða fara í göngu um dalinn.
Borgarbókasafnið Klébergi | Kollagrund 2-6, 116 Reykjavík
Kléberg er lítið samrekið skóla- og almenningsbókasafn á Kjalarnesi. Opnunartíminn er takmarkaður en það er alveg þess virði að kíkja við — sér í lagi þegar sólin skín og tilvalið er að fá sér sundsprett eða fara í göngutúr í fjörunni í leiðinni.