DVD tæki til útleigu í Sólheimum

Áttu fullt af DVD-diskum en engan spilara? Eða langar þig til að horfa á einhverjar af þeim fjölmörgu myndum sem til eru á Borgarbókasafninu en átt ekkert tæki?

Þá getum við glatt þig með því að nú er hægt að fá lánaða DVD-spilara í Borgarbókasöfnunum Kringlunni og Sólheimum.

Þau eru lánuð út í 14 daga, endurgjaldslaust, til þeirra sem eiga bókasafnskort í gildi. 

Við minnum svo auðvitað á Hringrásarsafnið þar sem hægt er fá lánuð alls konar nytsamleg tól og tæki.