Aðstaða í Kringlunni

Setið við borð í Kringlusafni

Aðstaða

Við bjóðum upp á notalega aðstöðu. Börn og unglingar eiga sinn eigin stað í safninu og þau sem eldri eru tylla sér gjarnan við fallegu gluggana, kíkja í nýjustu blöðin og bækurnar og sötra kaffi í leiðinni. Fjölbreytt úrval viðburða er í boði fyrir börn og fullorðna, m.a. hið sívinsæla Leikhúskaffi. Ókeypis aðgengi er að tölvum auk þess sem hægt er að koma sér vel fyrir og lesa dagblöð, tímarit eða annað efni. Tilvalið er að hitta kunningja á safninu, jafnvel halda minni fundi. Notendur geta fengið að ljósrita, prenta eða skanna gögn gegn vægu gjaldi.

Aðstaða í Borgarbókasafninu Kringlunni

Sýning Natka Klomowicz

Sýninga- og viðburðahald í Kringlunni

Í Kringlunni eru settar upp smærri sýningar af ýmsu tagi. Listamenn geta lagt inn umsókn um sýningar eða umsókn um viðburði hér á heimasíðunni. Sýningarteymi Borgarbókasafnsins fundar reglulega til að fara yfir og svara umsóknum sem berast. Sýningarteymið áskilur sér rétt til að leggja línur og móta sýningarhald Borgarbókasafnsins út frá áherslum í viðburðadagskrá á hverjum tíma og velur úr umsóknum í samræmi við þær. Deildarstjórar safnanna fara yfir og svara umsóknum um viðburðahald.

Nánari upplýsingar veitir Guðríður Sigurbjörnsdóttir, deildarstjóri í menningarhúsi Kringlunni
gudridur.sigurbjornsdottir@reykjavik.is