
Um þennan viðburð
Jazz í hádeginu I Tríó GH Gypsy heiðrar Chick Corea
Fimmtudaginn 23. mars kl. 12:15-13:00 Grófin
Föstudaginn 24. mars kl. 12:15-13:00 Gerðuberg
Laugardaginn 25. mars kl. 13:15-14:00 Spöngin
Hljómsveitin GH Gypsy tríó mun koma saman á Jazz í hádeginu og spila lög eftir tónlistarmanninn Chick Corea.
Hljómsveitin er skipuð þeim Gunnari Hilmarssyni og Jóhanni Guðmundssyni í gítara og Leifi Gunnarssyni á kontarabassa. Hljómsveitin hefur þá sérstöðu að vera eina starfandi hljómsveitin á landinu sem flytur "Gypsy-jazz” í hefðbundnu gítar tríó þess stíls, þe. 2 gítarar og kontarbassi.
Félagarnir munu spila lög Chick Corea í gítarsveiflubúninginn en Chick féll frá árið 2021. Eftir hann liggur stórt safn af frábærum tónsmíðum en á tónleikunum verður stiklað á því helsta.
Chick Corea átti að baki fimm áratuga feril í listinni, en hann vakti athygli sem afburðagóður píanóleikari á sjöunda áratugnum þegar hann vann með mönnum á borð við Stan Getz, Herbie Mann og fleiri. Síðar gekk hann til liðs við hljómsveit Miles Davis og lék lykilhlutverk í að hjálpa trompetleikaranum Davis í að færa sig í átt að nútímalegri tónlist á plötum eins og Bitches Brew.
Chick Corea vann á ferli sínum til fjölda Grammy-verðlauna og spilaði með mörgum af goðsögnunum í heimi jasstónlistar.
Hann stofnaði eigin hljómsveit, Return to Forever, en í grein Rolling Stones er henni lýst sem byltingarkenndri raftónlistarsveit sem spilaði einhverja líflegustu og kvikustu tóna síns tíma.
Tónlistarferill Corea spannaði rúma fimm áratugi, en síðasta plata hans kom út árið 2020.
Corea er á fjórða sæti á lista yfir þá sem hafa hlotið flestar tilnefningar til Grammy-verðlauna, eða alls 65 talsins. Þá vann hann til verðlaunanna í 23 skipti.
Hann tróð upp á tónleikum ásamt Gary Burton í Hörpu í Reykjavík árið 2012.
Frítt er inn á tónleikana og öll velkomin á meðan húsrúm leyfir.
Nánari upplýsingar
Leifur Gunnarsson
leifurgunnarsson@gmail.com
Hólmfríður Ólafsdóttir, verkefnastjóri
holmfridur.olafsdottir@reykjavik.is
Sími: 4116122