Um þennan viðburð

Tími
12:15 - 13:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Tónlist

Jazz í hádeginu I Ástarsöngvar á 10 strengi

Fimmtudagur 10. nóvember 2022

Fim. 10.11.22 kl. 12:15-13:00 Grófin
Fös. 11.11.22 kl. 12:15-13:00 Gerðuberg
Lau. 12.11.22 kl. 13:15-14:00 Spöngin

Ástarsöngvar fylla vit hlustenda á þessum ljúfu tónleikum í einstakri dúett túlkun gítars og kontrabassa. Strengirnir 10 leita að hinum fullkomna samhljómi í ástarlögum er tengjast stöðum allt frá Broadway til Herjólfsdals.

Valbjörn Snær Lilliendahl spilar á gítar og Leifur Gunnarsson á kontrabassa.

Valbjörn Snær Lilliendahl er fjölhæfur gítarleikari sem leikið hefur í fjölbreyttum tónlistarverkefnum, allt frá þátttöku í Söngvakeppni sjónvarpsins og ýmsum söngleikjum yfir í nígeríska fönk tónlist og beinharðan amerískan jazz. Valbjörn Snær stundaði nám við Konunglega tónlistarháskólann Den Haag en flúði svo land þegar heimsfaraldur skall á og stundar nú nám við Listaháskóla Íslands.

Listræn stjórnun tónleikaraðarinnar er í höndum Leifs Gunnarssonar en Jazz í hádeginu er tónleikaröð sem hefur fest sig í sessi á Borgarbókasafninu. Markmið hennar er að færa jazztónlistina út í hverfi borgarinnar svo fólk geti notið hennar í nærumhverfinu.

Leifur Gunnarsson lauk burtfararprófi frá Tónlistarskóla FÍH árið 2009 og Bmus gráðu í kontrabassaleik frá Ritmíska konservatoríinu í Kaupmannahöfn 2013. Hann hefur verið virkur í tónlistarlífinu og þá ekki síst jazzsenu borgarinnar, m.a. með skipulagningu og framkvæmd Jazzhátíðar Reykjavíkur og verkefninu Yngstu hlustendurnir þar sem jazztónlist er miðlað til barna og fjölskyldna þeirra.

Frítt er inn á tónleikana og öll velkomin á meðan húsrúm leyfir.

Viðburður á Facebook

Nánari upplýsingar veitir:

Guðrún Dís Jónatansdóttir, deildarstjóri miðlunar
gudrun.dis.jonatansdottir@reykjavik.is | 411 6115