Um þennan viðburð
Sýning | Svart og hvítt
Flest okkar þekkja mismunandi leturgerðir sem völ er á í tölvum, svo sem Helvetica, Arial, og Baskerville. Leturgerðir eiga sér margar langa sögu og fyrir daga prentlistarinnar voru skrifarar mikilvæg stétt í samfélaginu. Þorvaldur Jónasson hefur í námi og starfi rannsakað og tileinkað sér hinar ýmsu leturgerðir. Hann sýnir hér kallígrafíu og leturverk þar sem sjá má þróun leturgerðar allt frá tímum skömmu fyrir Krists burð til okkar daga. Tæpt er á sögulegum þáttum til glöggvunar. Á sýningunni eru enn fremur nokkrar teikningar sem hann hefur unnið á seinni árum.
Þorvaldur starfaði um langa hríð sem myndmennta- og skriftarkennari á höfuðborgarsvæðinu og hefur kennt ófáum Reykvíkingum að draga til stafs. Hann lauk kennaraprófi árið 1964 og síðar framhaldsnámi í Osló, þar sem hann nam skriftgrafík. Um árabil var Þorvaldur stundakennari við Kennaraháskólann og sinnti einnig fullorðinsfræðslu. Hann hefur einnig unnið við skrautritun og myndskreytingar fyrir ýmsa opinbera aðlia. Árið 2009 hlaut hann Íslensku menntaverðlaunin.
Sýningin stendur frá 19. október til 23. nóvember, hana má skoða á opnunartíma safnsins, mán-fim 10-18, fös 11-18 og lau 11-16.
Verið öll velkomin á opnun sýningarinnar, laugardaginn 19. október kl. 14.
Nánari upplýsingar veita:
Þorvaldur Jónasson, myndmennta- og skrautritunarkennari
valdo42@outlook.com, s. 820 1942
Sigríður Stephensen, sérfræðingur
sigridur.steinunn.stephensen@reykjavik.is, s. 411 6230