![Heima | Flökkusýning frá Listasafni Reykjavíkur Flökkusýning frá Listasafni Reykjavíkur](https://borgarbokasafn.is/sites/default/files/styles/ding_secondary_large/public/title_image/event/ms20_flakkarinn_pth1818_web.jpg?itok=JhUINl4C)
Um þennan viðburð
Sýning | Heima
Myndlistarmenn hafa í gegnum tíðina fjallað um hugtakið „heima“ á margvíslegan hátt. Hvar á maður heima? Í alheiminum, á jörðinni, á Íslandi, úti á landi, í Stykkishólmi, í hverfinu, í blokkinni, í húsinu, í íbúðinni, hjá foreldrum sínum, hjá börnunum sínum, hjá afa og ömmu, í vinahópnum, í skólanum, í frístundastarfinu, í vinnunni, í hægindastólnum? Eða kannski á nokkrum stöðum samtímis?
Orðið „heima“ hefur gjarnan tilvísun í umhverfi þar sem við erum örugg. Þó finna sumir ekki til öryggis á heimilum sínum. Orsök þess getur verið inni á heimilinu, s.s. streita, fíknivandamál og heimilisofbeldi, eða utanaðkomandi ógnir eins og heimsfaraldur, fátækt eða stríð. Heima er ekki eins fyrir alla.
Við bjóðum ykkur heim í stofu gleði og öryggis þar sem listaverkin hanga á veggjunum, bjóðum ykkur að ganga inn og njóta myndlistarinnar í hlýlegu og heimilislegu umhverfi bókasafnsins.
Sýningin er sett upp í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur. Flökkusýningarnar hafa fram til þessa aðallega verið settar upp í skólum en nú gefst almenningi kostur á njóta þeirra á Borgarbókasafninu. Sýningin er opin samkvæmt opnunartíma safnsins.
Næstu flökkusýningar:
Heima
Borgarbókasafnið Gerðubergi
29. mars – 25. apríl
Heima
Borgarbókasafnið Spönginni
11. júní - 31. ágúst
Sjá allar nánari upplýsingar um flökkusýningar Listasafns Reykjavíkur.
Nánari upplýsingar veita:
Ariana Katrín Katrínardóttir, verkefnastjóri fræðslu og miðlunar hjá Listasafni Reykjavíkur
ariana.katrin.katrinardottir@reykjavik.is | 411 6407
Unnar Geir Unnarsson, deildarstjóri Borgarbókasafnsins Úlfarsárdal
unnar.geir.unnarsson@reykjavik.is | 411 6270