Sýningar
Sýning | Að halda þræði
Miðvikudagur 6. september 2023 - Sunnudagur 3. desember 2023
Ásta Kristrún Ólafsdóttir sýnir útsaumsmyndir.
Ásta er fædd í Reykjavík árið 1958. Hún hefur starfað sem sálfræðingur, kennari og ráðgjafi fyrir fólk með fíknisjúkdóma og aðstandendur þeirra.
Myndirnar sem hér eru sýndar eru saumaðar á árunum 2018-2023. Þær eru um friðsælt líf og fallega garða en eru innblásnar af bresku sakamálaþáttunum Miss Marple, Barnaby og Father Brown.
Nánari upplýsingar veitir:
Katrín Guðmundsdóttir
katrin.gudmundsdottir@reykjavik.is | 411 6250