Málverkið Grein eftir Jónu Bergdal.
Málverkið Grein eftir Jónu Bergdal.

Um þennan viðburð

Tími
Á opnunartíma
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Sýningar

Naglinn | Grein

Mánudagur 4. mars 2024 - Fimmtudagur 2. maí 2024

Nú er nýtt verk til sýnis á Naglanum, Borgarbókasafninu Sólheimum. Um er að ræða akrýlmálverk eftir Jónu Bergdal sem ber heitið Grein. Að þessu sinni valdi Dóra Bergrún Ólafsdóttir, bókavörður í Sólheimasafni verkið. Naglinn er heiti á sýningaröð í Borgarbókasafninu Sólheimum, þar sem hver sýning samanstendur af einu listaverki sem fengið er að láni úr Artótekinu (www.artotek.is). Mun þetta vera 20. sýningin í röðinni.

 

Jóna Bergdal er fædd og uppalin í Eyjafirði en býr nú á Akureyri og er með vinnustofu sína þar. Jóna lauk námi við Myndlistaskóla Akureyrar árið 2003 ásamt því hefur hún einnig verið dugleg að sækja ýmis námskeið og fyrirlestra til að afla sér meiri þekkingu. Hún er félagi í Sambandi íslenskra myndlistarmanna og í Norræna vatnslitafélaginu. Jóna hefur haldið fjölda einkasýninga og einnig tekið þátt í samsýningum hérlendis og erlendis, meðal annars hafa verk hennar verið til sýnis á sýningum á Ítalíu, Spáni, Wales og í Finnlandi. Það kallaði snemma á Jónu að skapa og hefur hún frá unga aldri verið að mála og teikna. Oft eru myndir hennar innblásnar af íslenskri náttúru og umhverfinu en fuglar skipa einnig oft stóran sess í verkunum. Jóna hefur verið óhrædd við að prófa sig áfram og hefur notað fjölbreytta tækni í verkum sínum og þróað sig þannig áfram sem myndlistarkonu. Jóna hefur unnið mikið með akrýl og olíu, en síðustu ár hafa vatnslitir átt hug hennar og hjarta.

 

Áhugasöm geta keypt verk Jónu eða leigt það, en þá eignast viðkomandi verkið þegar það hefur verið greitt upp. Sé sýningarverkið keypt (eða leigt) má kaupandinn velja úr Artótekinu hvaða verk verður næst til sýnis á Naglanum.

Hægt er að leigja verkið á 3.000 kr. á mánuði eða kaupa á 90.000 kr.

 

Fyrir nánari upplýsingar um Artótekið, listamanninn eða verkið bendum við á heimasíðu Artóteksins: https://artotek.is/


Nánari upplýsingar veita:

Lísbet Perla Gestsdóttir
lisbet.perla.gestsdottir@reykjavik.is | s. 411 6160

eða

Hólmfríður Gunnlaugsdóttir
holmfridur.gunnlaugsdottir@reykjavik.is | s. 411 6112