
Um þennan viðburð
Barnamenningarhátíð | Listrænt ferðalag
Þátttökusýning um ólíkar tilfinningar og fjölbreytileika
Sýningin er afrakstur listasmiðju með nemendum úr grunnskólum í Grafarvogi. Í smiðjunni var laggt upp með að tjá tilfinningar sínar í gegnum fjölbreytta miðla og skoða á sama tíma sjálfið í gegnum frjálsa sköpun.
Listakonan Sigríður Björk Hafstað mun leiða smiðjur tengdar uppsetningunni sem mun vaxa og breytast á meðan á sýningunni stendur. Gestir geta einnig bætt við verkið og fylgst með því breytast.
Þátttakendur eru hvattir til að skoða mismunandi tilfinningar, nota fjölbreytt tjáningarform, fagna sérkennum sínum og skilja og virða margbreytileikann. Litir, klippimyndir og óhlutbundnar myndir verða notaðar til sköpunar.
Verkefnið er unnið í samstarfi við LÁN verkefnið - Listrænt ákall til náttúrunnar.
Verið velkomin í opna smiðju fimmtudaginn 10. apríl kl. 14-17.
Sýningin stendur svo yfir til 30. apríl.
Öll velkomin!
Kíktu á heildaryfirlit viðburða Borgarbókasafnsins eða á vef Barnamenningarhátíðar.
Nánari upplýsingar veitir:
Sigrún Antonsdóttir, sérfræðingur
sigrun.antonsdottir@reykjavik.is | 411 6230