Stofan | Opinn mæk - Furðuverk eða fyrirmyndir?
Manst þú eftir kvikmynd, sjónvarpsþætti eða vinsælu lagi þar sem fatlaður einstaklingur kemur fyrir? Hvernig birtist sagan þér - leistu þú á karakter sem fyrirmynd eða var verið að segja sögu furðuverks?
ÖBÍ réttindasamtök standa fyrir upplestrarviðburði tileinkuðum dæmum úr dægurmenningu af birtingamyndir fötlunar. Vilt þú segja frá dæmi þar sem fötlun kemur fyrir með einum eða öðrum hætti, lýsingu á birtingamyndinni og hvernig þú upplifðir það?
Hljóðneminn er opinn og öll geta tekið þátt og lagt til umræðunnar. Hvað myndir þú vilja endurskrifa eða sjá með öðrum hætti? Eða er eitthvað atriði sem þig langar að sjá aftur og aftur og aftur?
Söfnun innlegga og dæma úr dægurmenningu stendur yfir til 22. maí. Hér er getur þú komið með þitt framlag.
Viðburður á Facebook
Öll velkomin og þátttaka ókeypis.
Stofan er staðsett á 1. hæð í Grófinni og aðgengi gott fyrir fólk sem notar hjólastóla, einnig er salerni á sömu hæð með aðgengi fyrir fólk sem notar hjólastóla. Beint á móti innganginum eru tvö bílastæði fyrir fatlaða einstaklinga og einnig eru almenn bílastæði fyrir aftan hús og hjá Listastafni Reykjavíkur, sem er í næsta húsi við okkur.
Viðburðurinn er hluti af verkefninu Stofunni | A Public Living Room, þar sem ólíkir einstaklingar eða hópar fá frjálsar hendur á safninu til endurskapa valið rými eftir sínu höfði í anda Share the Care.
Frekari upplýsingar veitir:
Dögg Sigmarsdóttir
Verkefnastjóri | Borgaraleg þátttaka
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is