Um þennan viðburð
Tónlistarspjall | Langar þig að gefa út tónlist, en veist ekki hvar þú átt að byrja?
Unnur Sara Eldjárn fjallar um allt það mikilvæga sem þú þarft að hafa í huga áður en lag eða plata er gefin út. Hún mun ræða um höfundarréttarskráningar, fjármögnun, dreifingaraðila, markaðssetningu og fleira gagnlegt.
Tónlistarkonan Unnur Sara er reynslubolti þegar kemur að þessu öllu saman og hefur aðstoðað fjöldann allan af íslensku tónlistarfólki í útgáfumálum og markaðssetningu.
Tónlistarspjallið er fróðlegt jafnt fyrir þau sem eru að stíga sín fyrstu skref og þau sem hafa einhverja reynslu af útgáfu og vilja fá hvatningu og innblástur.
Viðburðinn er ókeypis, opinn öllum og tekur um klukkustund. Unnar Sara heldur fræðandi erindi og býður að því loknu upp á spurningar og umræðu. Þátttakendur fá ókeypis eintak af Útgáfuráðum Unnar Söru sem hægt er að finna á www.wrapmymusic.is.
Viðburðurinn fer fram í tónlistardeildinni á 5. hæð í Borgarbókasafninu Grófinni. Valgeir Gestsson, sérfræðingur deildarinnar verður á staðnum og þau sem vilja kynna sér hvað er í boði fyrir tónlistaráhugafólk á safninu og aðstöðuna á Verkstæðinu og í Kompunni, er velkomið að gera það fyrir eða eftir námskeiðið.
Nánari upplýsingar veitir:
Valgeir Gestsson, sérfræðingur tónlistardeildar
valgeir.gestsson@reykjavik.is | 411 6100